Útgáfa

Heyr mig mín sálforsa_pltu_640

Fyrsta plata Hymnodiu er komin út. Hér er hægt að hlusta á brot úr lögunum á plötunni. Til að panta eintak má senda tölvupóst á netfang kórsins,hymnodia@akirkja.is. Sömuleiðis er platan fáanleg á vefsíðu Eymundssonar.

 

Verkin á plötunni

1. Hver, sem að reisir

Bára Grímsdóttir/séra Einar Sigurðsson í Eydölum
2. Heyr þú oss himnum á

Anna S. Þorvaldsdóttir/séra Ólafur Jónsson á Söndum í Dýrafirði
3. Þér þakkar fólkið

Elín Gunnlaugsdóttir/gamalt kvæði
4. Sorg og gleði

Jórunn Viðar/séra Þorlákur Þórarinsson á Ósum í Hörgárdal
5. Vorlauf

Hildigunnur Rúnarsdóttir/Þorsteinn Valdimarsson
6. Night

Bára Grímsdóttir/William Blake
7. Ungæði
Karólína Eiríksdóttir/Sigurður Pálsson
8. Sé ástin einlæg og hlý

Hildigunnur Rúnarsdóttir/dönsk þjóðvísa, Hildigunnur Halldórsdóttir sneri
9. Martröð

Hildigunnur Rúnarsdóttir/Örn Arnarson
10. Vetur

Karólína Eiríksdóttir/Vilborg Dagbjartsdóttir
11. Barnagælur

Jórunn Viðar/þjóðvísur
12. Álftirnar kvaka

Þóra Marteinsdóttir/Jóhannes úr Kötlum
13. Heyr mig mín sál

Anna S. Þorvaldsdóttir/séra Ólafur Jónsson á Söndum í Dýrafirði
14. Gömul söngvísa

Elín Gunnlaugsdóttir/gamalt kvæði
15. Fræið sem moldin felur

Mist Þorkelsdóttir/Sigurbjörn Einarsson
16. Tunga mín vertu treg ei á

Hildigunnur Rúnarsdóttir/gamall íslenskur sálmur
17. Á föstudaginn langa

Guðrún Böðvarsdóttir/Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Frábær dómur í Morgunblaðinu
Ríkharður Örn Pálsson skrifaði þetta í Lesbók Moggans 13. desember 2008:

Áfram stelpur!

Kórverk eingöngu eftir konur?! Undirritaður hrökk fyrst nærri í bakkgír, sumpart af völdum áratuga femínísks rétthugsunaráróðurs er ruglað hefur margan í ríminu.

Þó létti manni þegar nánar var kannað. »Konur eru ekki eins og karlar« segir Pétur Halldórsson kórtenór og bæklingsritari, jafnvel þótt telji um hjóm að hirða hvort tónverk kvenna séu betri eða verri. Hitt fullyrðir hann að svo sé að sjá sem íslenzkar konur hafi náð lengra í tónsköpun en konur í grannlöndum. Kann svosum vel að vera, þó engin fylgi tölfræði um það. Mestu skiptir að eingöngu hafi verið valin »góð og krefjandi« kórverk – og staðfesti kórstjórinn reyndar í Mbl.viðtali 3.12. að það hefði verið tilviljun að verkin voru öll eftir konur; hann hefði fyrst og fremst verið að leita eftir góðum verkum.

Kannski stórt upp í sig tekið. Samt fæ ég ekki betur heyrt en mælt sé af ærinni innistæðu. Verkin á þessum diski eru upp til hópa skínandi fallegar perlur, jafnt stærri sem smærri, og forkunnarvel sungnar í góðu raddsamvægi, hreinni inntónun og með skýrum textaframburði. Vottar hvergi fyrir grófleika nema í hástökkum sóprans í Night, Blake-tónsetningu Báru Grímsdóttur. Stílræn breidd er mikil, allt frá hefðbundnu dúr-moll t{oelig}ni í verulega útvíkkað (t.a.m. hjá Önnu S. Þorvaldsdóttur), og má helzt átelja hve lopinn er teygður í strófísku lögunum Álftirnar kvaka Þóru Marteinsdóttur (7 erindi) og hinu alkunna Á föstudaginn langa Guðrúnar Böðvarsdóttur er hér tjaldar öllum 8 erindum Davíðs frá Fagraskógi.

Á móti eru sum verkin nærri sárlega stutt. T.d. Vorlauf Hildigunnar Rúnarsdóttur – ekki sízt fyrir að skarta gripmestu laglínunni í öllu safninu með heillandi smekklegum óleystum ómstreitum. (Mikið saknar maður þar andstæðs millikafla!) En annars sér varla dökkan díl, og verk Karólínu Eiríksdóttur, Mistar Þorkelsdóttur, Elínar Gunnlaugsdóttur og Jórunnar Viðar hafa öll sinn persónulega sjarma þó að ólík séu.

Upptakan er fín, þótt kunni að virka svolítið fjarlæg í heyrð Akureyrarkirkju. Frágangur diskbæklings er sömuleiðis hinn vandaðasti – þ.m.t. bragréttar og sönghæfar enskuþýðingar kórbassans Michaels Jóns Clarke – og saknaði maður helzt fleiri tímasetninga verka. Slíkt er þó fráleitt einsdæmi, enda mætti halda að ársetningar tónsmíða þættu álíka feimnismál og fæðingarár kvikmyndastjarna.

En það rýrir ekki heildina. Hún er frábær.

 

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter