Tilvaldar í jólapakkann eða í spilarann á aðventunni

Á aðventunni og um jólahátíðina alla er tónlistin í fyrirrúmi, bæði í formi jólagjafa en ekki síður til þess að gefa góða og notalega stemmningu. Sönghópurinn Hymnodia hefur gefið út þrjár hljómplötur sem henta sérlega vel í jólapakkann en ekki síður í spilarann á aðventunni.

Þessar plötur eru Heyr mig, mín sál (2008) þar sem er að finna 17 verk fyrir kór án undirleiks eftir íslenskar konur, Þar ljós inn skein, (2012) sem er jólaplata Hymnodiu og Kveldúlfur (2016) sem við tókum upp í 8 stiga frosti í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri í samvinnu við tónlistarsnillinga frá Svíþjóð, Norður-Finnlandi og Íslandi (sjá nánar hér). Þar er þemað kvöldið og nóttin.

Nú eru þessar plötur til í öllum betri verslunum þar sem tónlist er til sölu en einnig er hægt að fá þær beint í gegnum alla félaga Hymnodiu og á Facebook-síðunni okkar. Allar plöturnar eru á 2000 krónur en ef þær eru keyptar allar í einu er verðið 5000 kall! 🙂

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter