Steinunn Arnbjörg er gestur á jólatónleikunum

Hymnodia heldur jólatónleika sína 22. desember nk. Að venju fáum við góðan gest til liðs við okkur; að þessu sinni Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur sellóleikara. Á tónleikunum verður kyrrlátt og hátíðlegt í rökkvaðri kirkjunni svo tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér og notið kyrrðar og samveru.

Hér eru nokkrar myndir frá æfingum kórsins með Steinunni.

Miðaverð er 2.500 krónur. Hægt er að kaupa miða í forsölu á Tix.is en einnig hjá kórfélögum sjálfum. Upplagt er að nota Facebook til að hafa samband við þá beint eða skrifa okkur orðsendingu í gegnum Facebook síðu Hymnodiu.

Menningarsjóður Akureyrar styrkir Hymnodiu

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter