Kór Akureyrarkirkju hefur swingið!

Kór Akureyrarkirkju ætlar aldeilis að hefja swingið um helgina. Á sunnudagskvöldið, 8. maí, kl. 20:00 verður framinn bræðingur úr kórtónlist og jazz í Akureyrarkirkju. Meistararnir Gunnar Gunnarsson, Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson leika undir söng. „Á efnisskránni verða í bland djassskotin lög Tómasar R. Einarssonar í kórútsetningum Gunnars Gunnarssonar og íðilfagrir sálmar Sigurðar Flosasonar við texta Aðalsteins …

More

Takk, Lára Sóley!

Miðvikudagskvöldið 20. apríl tekur Hymnodia þátt í uppskerutónleikum bæjarlistakonu Akureyrarbæjar, Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur í Akureyrarkirkju. „Takk fyrir mig“, er yfirskrift tónleikanna en með þeim vill Lára Sóley þakka bæjarbúum fyrir stuðninginn. Aðgangur er ókeypis og húsið opnar kl. 19:30. Hymnodia tekur með mikilli ánægju þátt í þessum tónleikum, enda á kórinn Láru Sóleyju margt að …

More

Hymnodia syngur á tónleikum til heiðurs Birgi Helgasyni

Í kvöld ætlar Hymnodia að syngja á tónleikum sem haldnir eru til heiðurs Birgi Helgasyni. Birgir Helgason er Akureyringum vel kunnur, enda starfaði hann áratugum saman sem tónlistarkennari við Barnaskóla Akureyrar og veitti nemendum þar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir. Birgir er einnig afkastamikið tónskáld og samdi mörg laganna sem sungin voru …

More

Hymnodia og völuspá.

Þesssa dagana erum við að æfa nýtt sinfónískt verk eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson fyrir söngkonu, sinfóníuhljómsveit og kór. Verkið er samið upp úr ljóðum Völuspár og mun Valgerður Guðnadóttir taka að sér hlutverk Völvunnar. Þorvaldur Bjarni hefur samið tónlist við fjölda söngleikja, má þar nefna Gosa, Benedikt Búálf og Ávaxtakörfuna. Hann er gítarleikari og lagahöfundur …

More

Jólatónleikar Hymnodiu og Jóns Þorsteinssonar

Nú er búið að selja tæplega 100 miða í forsölu á jólatónleikana  sem verða þann 22. desember næstkomandi. Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemmning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar …

More

Fjármögnun á Karolinafund tókst!

Verkefnið #kveldulfur á Karolinafund er í höfn! Okkur tókst þetta. Okkur í sameiningu: Hymnodiu og ykkur öllum, þessum rúmlega tvöhundruð og sjötíu manns sem treystuð okkur til góðra verka. Við í Hymnodiu erum sérlega stolt og glöð þessa dagana. Ekki aðeins með þetta frábærlega vel heppnaða verkefni Kveldúlf á Hjalteyri heldur líka yfir því baklandi sem …

More