Kveldúlfur kominn í verslanir

Nú fæst nýja platan okkar #Kveldúlfur í öllum betri verslunum. Fréttaritari Hymnodia.is rak augun í hana í plöturekka Eymundsson þar sem hann er á þessu fína verði. Þetta gæti hreinlega verið #jólagjöfin í ár!

Þess ber að geta að meðlimir Hymnodiu eru að selja allar þrjár plötur Hymnodiu á mjög góðu verði. Nýjasta platan kostar þar 2.500 krónur, jólaplatan frá 2012 – sem er ómissandi á aðventunni – sömuleiðis á 2.500 kall og platan Heyr mig, mín sál frá árinu 2008 er á 2.000. Ef allir þrír eru keyptir í einu lagi fást þeir á 6.000 krónur.

 

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter