Kristján frá Djúpalæk heiðraður í Hofi

Í dag, sunnudaginn 6. nóvember, verður haldið upp á 100 ára fæðingarafmæli skáldsins okkar allra, Kristjáns frá Djúpalæk, með veglegri dagskrá. Hymnodia syngur þarna fimm lög úr ýmsum áttum öll við texta Kristjáns. Lögin eru eftir Birgi Helgason, Árna Björnsson, Heiðdísi Norðfjörð og Torbjörn Egner.

Dagskráin er kynnt nánar á vef Menningarfélags Akureyrar. Meðfylgjandi mynd er fengin að láni þaðan

Deildu þessu endilega 🙂Share on FacebookShare on Google+Tweet about this on Twitter