Kór Akureyrarkirkju hefur swingið!

Kór Akureyrarkirkju ætlar aldeilis að hefja swingið um helgina. Á sunnudagskvöldið, 8. maí, kl. 20:00 verður framinn bræðingur úr kórtónlist og jazz í Akureyrarkirkju. Meistararnir Gunnar Gunnarsson, Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson leika undir söng. “Á efnisskránni verða í bland djassskotin lög Tómasar R. Einarssonar í kórútsetningum Gunnars Gunnarssonar og íðilfagrir sálmar Sigurðar Flosasonar við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar“, eins og segir í texta með Facebookviðburði tónleikanna.

Hymnodia fylgist alltaf sérstaklega vel með Kór Akureyrarkirkju og lítur alltaf til hans með þökk og gleði enda hafa mörg okkar sungið með kirkjukórnum. Við hlökkum mikið til þess að hlusta á félaga okkar á sunnudagskvöldið og skorum á alla unnendur góðrar tónlistar að mæta og njóta.

 

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Share on Google+
Google+
Tweet about this on Twitter
Twitter