Jólatónleikar Hymnodiu árið 2017

Hymnodia heldur sína árlegu kyrrlátu jólatónleika 22. desember kl. 21

Gestir kórsins eru Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari og Ásdís Arnardóttir, sellóleikari.

Slökkt verður á rafljósum kirkjunnar og sköpuð verður afslappandi og hátíðlegt andrúmsloft.

Aðgangseyrir 2500 kr.
Miðar í forsölu hjá kórfélögum

Menningarsjóður Akureyrar styrkir Hymnodiu

E.s: Það eru þessir árlegu tónleikar Hymnodiu sem hafa skapað þá goðsögn að aldrei megi klappa á Hymnodiutónleikum og helst ekki anda 🙂 Hún er auðvitað alröng því Hymnodia þrífst á klappi og fjöri. Þessir tónleikar þjóna hins vegar þeim tilgangi að vera eins konar hugarhreinsun eftir eril jólaundirbúningsins og upptaktur að yndislegri jólahátíð.

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter