Hymnodia rammar inn áramótin á RÚV

Hymnodia syngur tvö lög í beinni áramótadagskrá RÚV þegar árið 2016 er kvatt og 2017 gengur í garð. Fyrir áramótaávarp útvarpsstjóra Magnúsar Geirs Þórðarssonar syngur kórinn hið þekkta jólalag Jólagjöfin eftir Gustav Holst (In the bleak mid-winter) við texta Sverris Pálssonar. Að loknu ávarpinu er viðeigandi að flygja sálm Valdimars Briems Nú árið er liðið (lag: A. P. Berggreen).

Árið hefur verið sérlega viðburðaríkt hjá Hymnodiu og margt framundan. En það er efni í sérstakan pistil hér á hymnodia.is.

Hymnodia óskar vinum og fjölskyldum; öllu stuðningsfólkinu, sem aðstoðaði okkur við kostun á nýjasta diskinum okkar, Kveldúlfi; öllum tónleikagestunum og öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir allt liðið.

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter