Glefsur

Glefsur

 Hymnodia á Hjalteyri

Einn af stórviðburðunum í sögu Hymnodiu eru mjög eftirminnilegir tónleikar í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri sumarið 2008. Þarna er hópur listamanna að hreiðra um sig með nýja listamiðstöð og húsnæðið er magnað tónleikahús með 8 sekúntna eftirhljómi eins og gerist í stærstu dómkirkjum Evrópu. Þótt húsið sé hrátt er mjög spennandi að gera þar alls kyns tilraunir með uppstillingu og nýta hljómburðinn með fjölbreyttum hætti. Þetta virðist Hymnodiu hafa tekist mjög vel ef marka má bloggfærslu Sverris Páls Erlendssonar sem segir meðal annars: „Og mikið má Eyþór Ingi vera glaður að hafa þetta hljóðfæri í höndunum – og kórfélagar hamingjusamir með að hafa hann fyrir skipstjóra.“

Sjá færslu Sverris Páls:

Hymnodia á Hjalteyri

hymnodia__hjalteyri_640

 

 Hymnodia á Gásum

Söngur á miðaldahátíðinni á Gásum er orðinn fastur liður í starfi Hymnodiu. Fyrir þennan söng fær kórinn ánægjuna en auk þess fáum við greitt með miðaldabúningum. Fyrst komu skikkjurnar en svo strútshetturnar og spurning hvort það verða skór eða buxur á næsta ári!Kannski fallegir miðaldakjólar á stelpurnar? En víst er að hópurinn tekur sig vel út í miðaldastíl, ekki satt?

img_0115_640

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter