Brot af því besta – fernir tónleikar á Norðausturlandi

Hymnodia hefur á tæpum 15 árum tekið þátt í afar fjölbreyttum verkefnum. Við höfum sungið á nokkrum þungarokkstónleikum, miðaldadögum, flutt kórtónlistarsögu 8 alda, sungið með sinfóníuhljómsveitum, spunnið, sett upp óperu, tekið þátt í gjörningahátíð, dansað, tekið upp 3 plötur, farið í óteljandi tónleikaferðir, sungið í Noregi og Sviss…. Nú ætlum við að verja svolítið “venjulegri” …

More

Stórtónleikar í Akureyrarkirkju 15. október 2017

Sunnudaginn 15. október verður stórviðburður í Akureyrarkirkju. Þrjú verk eftir Michael Jón Clarke verða flutt af einvalaliði listamanna. Fyrst á dagskrá er nýtt tónverk, Tíu myndbrot, frumflutt af Hymnodiu og 12 manna kammersveit. Í tíu þáttum leikur Michael sér með ýmis brot úr verkum Emils Thoroddsens svo úr verður nýstárlegur og skemmtilegur spuni. Einnig verður …

More

Hymnodia og Voces Thules í Seltjarnarneskirkju

Hymnodia og Voces Thules eru andlega skyldir tónlistarhópar. Báðir hafa þeir farið ótroðnar slóðir sem troðnar. Í þeim báðum er áhugi á að gramsa í gömlum tónlistararfi ekki síður en yngri tónlist. Í vetur efndu þessir tveir hópar til samstarfs um tónleikahald á Akureyri og í Reykjavík. Fyrri tónleikarnir voru haldnir í Akureyrarkirkju 19. febrúar …

More

Kveldúlfur er kominn…

Kveldúlfur er kominn í póst. Ja, hann er á leiðinni til ykkar, kæra stuðningsfólk, sem styrktir okkur gegnum Karolinafund með því að kaupa diskinn fyrir fram. Þetta er okkar allra fyrsta verk, eftir að diskurinn kom út, að dreifa disknum til allra ykkar með innilegri þökk fyrir stuðninginn. Þess má líka geta að Hymnodia undirbýr nú útgáfutónleika …

More

Hymnodia á Akureyrarvöku

Hymnodía tekur auðvitað þátt í Akureyrarvöku og syngur í Lystigarðinum í kvöld (föstudag) klukkan 21.40. Við verðum við gosbrunninn norðan megin í garðinum. Þar flytjum við nokkur lög við texta Kristjáns frá Djúpalæk, en í sumar voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Með þessum leik við Kristján frá Djúpalæk hefst vetrarstarf Hymnodiu sem verður …

More

Takk, Lára Sóley!

Miðvikudagskvöldið 20. apríl tekur Hymnodia þátt í uppskerutónleikum bæjarlistakonu Akureyrarbæjar, Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur í Akureyrarkirkju. “Takk fyrir mig”, er yfirskrift tónleikanna en með þeim vill Lára Sóley þakka bæjarbúum fyrir stuðninginn. Aðgangur er ókeypis og húsið opnar kl. 19:30. Hymnodia tekur með mikilli ánægju þátt í þessum tónleikum, enda á kórinn Láru Sóleyju margt að …

More