Brot af því besta – fernir tónleikar á Norðausturlandi

Hymnodia hefur á tæpum 15 árum tekið þátt í afar fjölbreyttum verkefnum.

Við höfum sungið á nokkrum þungarokkstónleikum, miðaldadögum, flutt kórtónlistarsögu 8 alda, sungið með sinfóníuhljómsveitum, spunnið, sett upp óperu, tekið þátt í gjörningahátíð, dansað, tekið upp 3 plötur, farið í óteljandi tónleikaferðir, sungið í Noregi og Sviss….

Nú ætlum við að verja svolítið “venjulegri” en oft áður og halda ferna tónleika með a capella tónlist (án undirleiks). Efnisskráin samanstendur af lögum sem okkur þykir sérstaklega vænt um frá ferlinum.

Sé ástin einlæg og hlý – Hildigunnur Rúnarsdóttir
Heyr þú oss himnum á – Anna Þorvaldsdóttir
Sorg og gleði – Jórunn Viðar
Ljósfaðir – Sigurður Flosason
Grafskrift – Hjálmar H. Ragnarsson

I Seraillets have – Wilhelm Stenhammar
Abendlied – Josef Rheinberger
Lullaby – William Byrd
If ye love me – Thomas Tallis
Ned i vester – Norskt þjóðlag

Maríukvæði – Atli Heimir Sveinsson
Mamma – Enskt þjóðlag
Hvíld – Hugi Guðmundsson
Smávinir fagrir – Jón Nordal
Nú sefur jörðin – Þorvaldur Blöndal

Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða í Akureyrarkirkju 2. nóvember kl. 20:00. Þann 4. verða tvennir tónleikar. Fyrst í Húsavíkurkirkju kl. 16:00 og um kvöldið, kl. 20:00 í Þórshafnarkirkju. Fjórðu tónleikarnir verða á Ólafsfirði en dagsetning er ekki klár, þegar þetta er ritað.

Miðaverð er 2.500 kr

Menningarsjóður Akureyrar og Uppbyggingarsjóður Norðurlands Eystra styrkja tónleika Hymnodiu

Deildu þessu endilega 🙂Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter