Kveldúlfur á Korpúlfsstöðum 29. október

Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri hefur gefið út sína þriðju hljómplötu. Af því tilefni heldur kórinn útgáfutónleika í Hlöðunni á Korpúlfsstöðum laugardaginn 29. október kl. 15. Með kórnum koma fram finnsk-samíska jojk söngkonan Ulla Pirttijärvi, norski þjóðlagaslagverksleikarinn Harald Skullerud og saxófónleikarinn góðkunni Sigurður Flosason. Hljómburður hlöðunnar á Korpúlfsstöðum er einstaklega fallegur. Það er lítið af stólum …

More

Kveldúlfur er kominn…

Kveldúlfur er kominn í póst. Ja, hann er á leiðinni til ykkar, kæra stuðningsfólk, sem styrktir okkur gegnum Karolinafund með því að kaupa diskinn fyrir fram. Þetta er okkar allra fyrsta verk, eftir að diskurinn kom út, að dreifa disknum til allra ykkar með innilegri þökk fyrir stuðninginn. Þess má líka geta að Hymnodia undirbýr nú útgáfutónleika …

More

Hymnodia á Akureyrarvöku

Hymnodía tekur auðvitað þátt í Akureyrarvöku og syngur í Lystigarðinum í kvöld (föstudag) klukkan 21.40. Við verðum við gosbrunninn norðan megin í garðinum. Þar flytjum við nokkur lög við texta Kristjáns frá Djúpalæk, en í sumar voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Með þessum leik við Kristján frá Djúpalæk hefst vetrarstarf Hymnodiu sem verður …

More

Kór Akureyrarkirkju hefur swingið!

Kór Akureyrarkirkju ætlar aldeilis að hefja swingið um helgina. Á sunnudagskvöldið, 8. maí, kl. 20:00 verður framinn bræðingur úr kórtónlist og jazz í Akureyrarkirkju. Meistararnir Gunnar Gunnarsson, Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson leika undir söng. „Á efnisskránni verða í bland djassskotin lög Tómasar R. Einarssonar í kórútsetningum Gunnars Gunnarssonar og íðilfagrir sálmar Sigurðar Flosasonar við texta Aðalsteins …

More